1. Félagið heitir Rauður vettvangur. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík en félagssvæði er Ísland allt.
2. Félagsmenn geta þeir orðið sem samþykkja stefnuyfirlýsingu félagsins og greiða félagsgjöld. Verði félagsmaður uppvís að því að vinna gegn stefnu félagsins getur stjórnin veitt honum áminningu eða vísað honum úr félaginu án undangenginnar áminningar ef brot er stórfellt. Brottvikningu má áfrýja til félagsfundar, sem þá skal haldinn innan tveggja vikna, þar sem hinn brottvikni hefur málfrelsi og atkvæðisrétt.
3. Tilgangur félagsins er að vinna að uppbyggingu nýs þjóðskipulags á Íslandi, á grundvelli sósíalisma, lýðræðis og mannréttinda, og að afnámi auðvaldsskipulagsins.
4. Starfsár félagsins og reikningsár er almanaksárið. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Hann skal boðaður með minnst þriggja vikna fyrirvara. Lagabreytingartillögur skulu liggja fyrir með tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir félagar sem standa í skilum með félagsgjöld. Verkefni aðalfundar eru:
a. Skýrsla stjórnar um undangengið starfsár.
b. Reikningar fyrir undangengið starfsár.
c. Lagabreytingar.
d. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
e. Starf félagsins framundan.
f. Ákvörðun félagsgjalda.
g. Önnur mál.
5. Séu fyrirliggjandi brýn mál sem heyra undir aðalfundarstörf og ekki geta beðið reglulegs aðalfundar getur stjórn boðað til aukaaðalfundar sem þá hefur fullt ákvörðunarvald í þeim málum. Einnig skal boða til aukaaðalfundar ef 20% félagsmanna fara fram á það og leggja fram tillögu að dagskrá. Aukaaðalfundur skal boðaður á sama hátt og aðalfundur.
6. Stjórn félagsins skipa 5 félagar og 2 til vara. Stjórnin ber ábyrgð á starfsemi félagsins milli aðalfunda og boðar til félagsfunda eftir því sem þurfa þykir, en ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Stjórn skiptir með sér verkum og velur úr sínum hópi ritara, gjaldkera og annað eftir atvikum. Einnig geta nefndir og starfshópar starfað að ýmsum málum á vegum félagsins ýmist í umboði stjórnar eða félagsfundar. Allir félagsmenn hafa rétt til að bera upp mál við stjórn milli funda.
7. Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi eða aukaaðalfundi. Til að breyta lögum þarf samþykki 2/3 hluta fundarmanna. Komi fram tillaga um slit félagsins skal hún tekin fyrir á aðalfundi eða aukaaðalfundi og skal hún þá vandlega kynnt í fundarboði. Til samþykkis henni þarf atkvæði 3/4 hluta fundarmanna og þarf 1/2 félagsmanna að vera viðstaddur. Ef ekki næst tilskilinn fjöldi skal boða framhaldsaðalfund, sem hefur fullt vald óháð mætingu. Verði hún samþykkt skal sami fundur ráðstafa eignum félagsins í þágu málstaðar þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.9.2009 | 01:22 | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.