Rauður vettvangur er hreyfing sem setur sér það markmið að taka þátt í umsköpun þjóðfélagsins á Íslandi þannig að í stað kapítalismans rísi nýtt þjóðfélag þar sem lýðræði, jafnrétti, jöfnuður og mannréttindi allra verði í fyrirrúmi. Við viljum að hagkerfið og stofnanir þjóðfélagsins verði rekin á félagslegum forsendum, í þágu almennings í landinu, að allir njóti arðsins af vinnu sinni og taki þátt í að skipuleggja hana. Við viljum að framtak og frumkvæði verði leyst úr viðjum auðmagnsins, svo mannlíf og menning fái að blómstra.
Til þess teljum við óhjákvæmilegt að mynda stjórnmálasamtök sem geta orðið baráttutæki fyrir fólkið í landinu gegn auðvaldsskipulaginu og afleiðingum þess.
1. Hið nýja Ísland
Nýtt Ísland þarf að vera byggt af almenningi og í þágu almennings. Mannlegar þarfir skulu vera í fyrsta sæti. Framleiðslu þarf að skipuleggja og neyslu að áætla þannig að mestu þjóðhagslegu hagkvæmni sé náð, fólk fái sanngjarna umbun fyrir vinnu sína og verðmæti lands og þjóðar séu varðveitt eins vel og hægt er fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir að atvinnulífið verður að vera fjölbreytt, sjálfbært og laust við forréttindahópa. Mismunun vegna kynferðis, kynhneigðar eða annarrar stöðu verður að hverfa.
1.1 Lýðræðislegt stjórnarfar, gegnsæi og ábyrgð
Lýðræði og mannréttindi verða að vera grundvallarforsendur í allri pólitískri og efnahagslegri starfsemi í landinu. Allar ákvarðanir verða að vera lýðræðislega teknar af þeim sem þær varða. Allir embættismenn og kjörnir fulltrúar verða að vera afsetjanlegir hvenær sem er þegar umbjóðendum þeirra finnst tími til kominn. Virk þátttaka almennings og greiður aðgangur að upplýsingum eru skilyrði fyrir því að hann haldi þeim völdum sem hann getur náð.
1.2 Lýðræðislegt hagkerfi, jöfnuður og skipulag
Það þarf að stjórna lýðræðislega á vinnustöðum eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Yfirmenn þurfa að svara til undirmanna. Skipulagning framleiðslu, dreifingar og verðlagningar þarf að vera í samráði milli framleiðenda og neytenda svo ekki sé bruðlað, ekki sé spillt og verðmæti rati þangað sem þeirra er þörf.
1.3 Sameign, samvinna, samhjálp
Atvinnuvegirnir í landinu og auðlindir þess skulu vera í sameign þeirra sem vinna við þá, þeirra sem neyta afurðanna og landsmanna allra eftir atvikum, eftir þeirri reglu að þeir sem málið varðar hafi um það að segja. Til þess eru margar leiðir færar og þarf ekki ein að útiloka aðrar. Samvinnufélög, verkalýðsfélög, ríkis- eða landssjóður og fleiri möguleikar koma þar til greina og þarf að skoða þá alla.
Landsmenn þurfa að vinna saman að því að uppfylla þarfir sínar og hjálpast að. Þeir mega ekki láta forréttindi eða einkahagsmuni spilla fyrir eða vera þröskulda á vegi samstarfs og sameiginlegrar velferðar.
2. Kapítalisminn
Það hriktir í stoðum kapítalismans. Oft hefur hann farið illa með almenning en langt er síðan Íslendingar hafa orðið jafn illa fyrir barðinu á honum eins og nú. Fólk hefur alltaf verið fátækt, en á síðustu öld hafa tækniframfarir skapað efnisleg skilyrði til almennrar velsældar, og fátæktin sem eitt sinn var óumflýjanlega almenn er núna af mannavöldum.
2.1 Einkaeignarréttur
Auðvaldið byggist á einkaeignarréttinum á tækjum til að framleiða verðmæti og miðla þeim. Í krafti hans setur það öðru fólki skilyrði: Launþegar þurfa að undirgangast arðrán til að mega fá vinnu, neytendur þurfa að undirgangast okurverð og skuldunautar banka og lánastofnana þurfa að undirgangast okurvexti.
2.2 Arðrán, okur og rányrkja
Kapítalismi þrífst á því að arðræna vinnandi fólk, okra á neytendum og stunda rányrkju á náttúruauðlindum. Auðmagn er eigingjarnt og skammsýnt. Það sækist ekki eftir öðru en skjótum hámarksgróða. Kapítalistar sem ekki fara eftir þessari kröfu lúta í lægra haldi í samkeppni.
Arðrán skapar félagslegt misgengi, ójöfnuð sem fer vaxandi með tímanum. Aukin afköst hafa ekki skilað launþegum hærri launum, heldur tekur auðvaldið aukninguna út sem arð, sem aftur er veittur launþegum að láni og látinn standa undir neyslu samhliða skuldasöfnun. Neyslan hefur fengið almenning til að trúa að hann tilheyri ekki verkalýð heldur millistétt.
2.3 Fjármálakapítalismi
Hagkerfi Íslands tók miklum breytingum snemma á 9. áratugnum með vaxtafrelsi og þegar útgerðarmönnum var gefinn fiskveiðikvótinn. Síðan eru skrefin orðin fleiri. Stórtæk einkavæðing hefur fært auðmönnum gríðarmiklar eignir sem þeir hafa lagt að veði í braski með verðbréf og óraunveruleg verðmæti. Í gegn um lífeyrissjóði hafa þeir notað sparifé launþega í sama skyni.
Fjármálakerfið er órjúfanlegur hluti af iðnaðarkapítalisma og stjórnar honum. Lengst af var vöxtur þess í samræmi við aukna framleiðni iðnaðarins, en þegar skorið var á þau tengsl öðlaðist það sjálfstætt líf og tók á sig mynd nýfrjálshyggjunnar. Verðbréfaviðskipti snúast um brask með væntingar sölu á framleiðslu framtíðarinnar, verðmætum sem eru ekki til. Arðsemiskröfur blása markaðinn upp og sú ranghugmynd skapast að peningar framleiði verðmæti. Fjármagnskerfið getur ekki vaxið óendanlega frekar en nokkuð annað og er dæmt til að lenda í kreppu aftur og aftur þegar það fer fram úr raunverulegri verðmætasköpun.
Það eru ekki óreiðumenn sem skapa kreppuna, heldur er hún innbyggð í óreiðukerfið sem heimtar hámarksgróða strax.
2.4 Iðnaðarkapítalismi
Kapítalísk verðmætaframleiðsla gengur hvorki út á að framleiða vörur né veita þjónustu, heldur græða peninga. Skiptagildi verðmæta vegur þyngra en notagildi þeirra. Vegna þess að hagkvæmni kapítalísks iðnaðar miðast ekki við þarfir þjóðfélagsins heldur eigendanna, er hún hvorki nógu mikil, né skipt af sanngirni. Hún einkennist af óreiðu og bruðli. Einkahagsmunirnir hika ekki við að færa fórnir á kostnað almennings. Þeim sama hvort ósnortnu landi er sökkt, menningarverðmætum spillt eða loft og vatn menguð.
2.5 Markaðurinn
Hinn kapítalíski markaður þjónar auðvaldinu, ekki fólkinu. Skortur er honum nauðsynlegur til að verðleggja vörur og þjónustu, sem fara til þeirra sem geta borgað en ekki þeirra sem hafa þarfir. Dæmi um þetta er lyfjaiðnaðurinn, sem framleiðir dýr lyf handa Vesturlandabúum á meðan þúsundir barna deyja daglega í Afríku úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna. Kapítalískur markaður er í stöðugri kreppu í aðra röndina þar sem atvinnugreinar og landshlutar veslast upp vegna vanrækslu, en í stjórnlausum vexti á hinum endanum þar sem gróða er von.
2.6 Heimsvaldastefna
Þegar fjármálabrask vex framleiðsluhagkerfinu yfir höfuð sækir það út fyrir landsteinana í leit að nýjum tækifærum. Uppkaup íslenskra auðmanna á evrópskum fyrirtækjum eru til marks um það, og litlu munaði að íslenskt hugvit í orkuvinnslu yrði notað til að arðræna þriðja heiminn. Ísland er í senn heimsvaldaríki, þótt smátt sé, og efnahagsleg hjálenda annarra heimsvaldaríkja, til dæmis fyrir ódýrt rafmagn til álframleiðslu. Íslenska heimsvaldastefnan hin svokallaða útrás hefur náð því markmiði að byggja upp einokunarauðvald og þjappa gríðarlegum eignum á fárra hendur. Þegar bakslag kemur í sóknina vill íslenska auðvaldið framselja sjálfsforræðið, ekki í hendur fólkinu í landinu heldur bandalagi evrópskra auðhringa. Það er nýjasti bakhjarl auðmannastéttarinnar sem áður var hálf-evrópsk-amerísk, þar áður hálf-ensk og þar áður hálf-dönsk.
Togstreita um auðlindir og markaði er algengasta orsök stríðs og með þátttöku í alþjóðlegri heimsvaldastefnu hefur Ísland tekið þátt í árásum gegn Júgóslavíu, Afganistan og Írak.
2.7 Velferðarkerfi og ríkiskapítalismi
Velferðarkerfinu var komið á víða í heiminum eftir stríð, til að lægja öldur stéttabaráttu og afstýra byltingarógn. Þegar sú ógn var ekki lengur til staðar byrjuðu ráðandi öfl að vinda ofan af því og sækja í ný gróðatækifæri með kröfum um einkavæðingu og útboð. Þjónusta hins opinbera og aðgangur fólks að námi, heilsugæslu o.s.frv. hafa verið takmörkuð við þá sem borga. Ríkisrekin fyrirtæki hafa verið færð auðmönnum svo þeir geti mjólkað þau og þann almenning og þau fyrirtæki sem þarfnast þeirra.
Sú tegund ríkisrekstrar sem hingað til hefur þekkst á Íslandi er kapítalísk. Ríkisfyrirtækin eru hluti af kapítalísku hagkerfi og þjóna því. Stjórnendur eru menn sem auðvaldið treystir. Þegar ríkiseignir eru einkavæddar eru þær fengnar mönnum sem valdamenn treysta auðmönnum sem enginn hefur kosið. Tilgangur ríkiskapítalisma er stundum að hemja krepputilhneigingar og annað stjórnleysi kapítalismans, stundum að reka einhverja þjónustu fyrir skattfé, sem erfitt er fyrir einkaauðvald að hagnast nóg á.
2.8 Lýðræði og vald í ríkinu
Ríkisvald er framkvæmdanefnd ráðandi stéttar. Í kapítalísku þjóðfélagi er ríkið kapítalískt og þjónar kapítalistastéttinni. Allt fyrirkomulag þess er sniðið að þörfum hennar, stjórnmálaflokkarnir, löggjöfin, þingræðið, dómstólarnir, hagstjórnin og önnur valdatæki. Grunntilgangur lýðræðis í auðvaldsþjóðfélaginu er að valdaskipti milli mismunandi auðvaldshagsmuna geti gengið friðsamlega fyrir sig. Þessir hagsmunir birtast í borgaralegum stjórnmálaflokkum.
Höfuðtilgangur ríkisins sem slíks er að halda stéttaandstæðum niðri með valdi. Það notar lögreglu og önnur valdbeitingartæki til að verja grundvallarhagsmuni auðvaldsins sem stéttar einkaeignarréttinn.
Fjölmiðlar á Íslandi eru í þjónustu auðvaldsins. Eigendur velja ritstjóra sem svara til þeirra og þeir treysta. Því sem eigendur ráða ekki ráða kaupendur auglýsinga.
Auðvaldið hefur deilt og drottnað með því að mismuna vinnandi fólki og fólki almennt, m.a. eftir kynferði, þjóðernislegum uppruna, kynhneigð og heilsufari.
3. Breytingarnar sem verða að eiga sér stað
Þörf er á eðlisbreytingu á þjóðfélaginu, þar sem vald víkur fyrir lýðræði, leynd fyrir upplýsingum, spilling fyrir ábyrgð og forréttindi fyrir jöfnuði. Það gildir bæði um ríkið, hagkerfið og þjóðfélagið allt.
3.1 Hlutverk almennings
Almenningur í landinu, vinnandi fólk af öllum stéttum, er eina aflið sem megnar að koma í kring nauðsynlegum breytingum og það afl sem hefur mesta hagsmuni af þeim.Breytingarnar verða að vera í hans þágu og til að þær skili tilætluðum árangri verður almenningur að taka völdin í sínar eigin hendur. Þar sem auðvaldsstéttin er ólíkleg til að samþykkja að gefa forréttindi sín eftir, má leiða líkum að því að þetta verði aðeins gert þannig að fjöldahreyfing launþega beinlínis yfirtaki atvinnulífið og ríkisvaldið.
3.2 Hlutverk sósíalista
Hlutverk sósíalista er fræðsla, skipulagsstarf og annað nauðsynlegt pólitískt frumkvæði. Almenningur verður að eiga völ á sjálfstæðu pólitísku afli sem talar máli vinnandi fólks en ekki auðvaldsins.
3.3 Núverandi stjórnmálaflokkar
Enginn núverandi stjórnmálaflokka hefur það á stefnuskránni að afnema auðvaldsskipulagið, heldur stefna þeir allir á að varðveita það, í einni eða annarri mynd, og að varðveita áframhaldandi arðsemi eignastéttarinnar. Rauður vettvangur sér brýna þörf fyrir stjórnmálasamtök sem beita sér beinlínis fyrir afnámi auðvaldsskipulagsins.
3.4 Uppgjör við borgaralegt ríkisvald
Núverandi ríkisvald er kapítalískt og vinnur gegn hagsmunum almennings. Það þarf að afnema það og setja í staðinn upp nýtt lýðveldi á nýjum, félagslegum forsendum. Það felur í sér lýðræði á öllum sviðum og að yfirbyggingin sé ekki stærri eða flóknari en nauðsynlegt er.
3.5 Uppgjör við kapítalíska framleiðsluhætti
Kapítalíska framleiðsluhætti viljum við afleggja, og þar með húsbóndavald í efnahagskerfinu, lánveitingavald okurlánara, sókn eftir hámarksgróða einkafyrirtækja, veitingarvald embættismanna, óskipulega framleiðslu sem miðast við gróða en ekki þarfir og bruðl og rányrkju á auðlindum.
Kapítalisminn og meinbugir hans eru ekki náttúrulögmál og það er á mannlegu valdi að afleggja óréttlátt kerfi og byggja upp réttlátt í staðinn.
Rauður vettvangur
Til þess teljum við óhjákvæmilegt að mynda stjórnmálasamtök sem geta orðið baráttutæki fyrir fólkið í landinu gegn auðvaldsskipulaginu og afleiðingum þess.
1. Hið nýja Ísland
Nýtt Ísland þarf að vera byggt af almenningi og í þágu almennings. Mannlegar þarfir skulu vera í fyrsta sæti. Framleiðslu þarf að skipuleggja og neyslu að áætla þannig að mestu þjóðhagslegu hagkvæmni sé náð, fólk fái sanngjarna umbun fyrir vinnu sína og verðmæti lands og þjóðar séu varðveitt eins vel og hægt er fyrir komandi kynslóðir. Það þýðir að atvinnulífið verður að vera fjölbreytt, sjálfbært og laust við forréttindahópa. Mismunun vegna kynferðis, kynhneigðar eða annarrar stöðu verður að hverfa.
1.1 Lýðræðislegt stjórnarfar, gegnsæi og ábyrgð
Lýðræði og mannréttindi verða að vera grundvallarforsendur í allri pólitískri og efnahagslegri starfsemi í landinu. Allar ákvarðanir verða að vera lýðræðislega teknar af þeim sem þær varða. Allir embættismenn og kjörnir fulltrúar verða að vera afsetjanlegir hvenær sem er þegar umbjóðendum þeirra finnst tími til kominn. Virk þátttaka almennings og greiður aðgangur að upplýsingum eru skilyrði fyrir því að hann haldi þeim völdum sem hann getur náð.
1.2 Lýðræðislegt hagkerfi, jöfnuður og skipulag
Það þarf að stjórna lýðræðislega á vinnustöðum eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Yfirmenn þurfa að svara til undirmanna. Skipulagning framleiðslu, dreifingar og verðlagningar þarf að vera í samráði milli framleiðenda og neytenda svo ekki sé bruðlað, ekki sé spillt og verðmæti rati þangað sem þeirra er þörf.
1.3 Sameign, samvinna, samhjálp
Atvinnuvegirnir í landinu og auðlindir þess skulu vera í sameign þeirra sem vinna við þá, þeirra sem neyta afurðanna og landsmanna allra eftir atvikum, eftir þeirri reglu að þeir sem málið varðar hafi um það að segja. Til þess eru margar leiðir færar og þarf ekki ein að útiloka aðrar. Samvinnufélög, verkalýðsfélög, ríkis- eða landssjóður og fleiri möguleikar koma þar til greina og þarf að skoða þá alla.
Landsmenn þurfa að vinna saman að því að uppfylla þarfir sínar og hjálpast að. Þeir mega ekki láta forréttindi eða einkahagsmuni spilla fyrir eða vera þröskulda á vegi samstarfs og sameiginlegrar velferðar.
2. Kapítalisminn
Það hriktir í stoðum kapítalismans. Oft hefur hann farið illa með almenning en langt er síðan Íslendingar hafa orðið jafn illa fyrir barðinu á honum eins og nú. Fólk hefur alltaf verið fátækt, en á síðustu öld hafa tækniframfarir skapað efnisleg skilyrði til almennrar velsældar, og fátæktin sem eitt sinn var óumflýjanlega almenn er núna af mannavöldum.
2.1 Einkaeignarréttur
Auðvaldið byggist á einkaeignarréttinum á tækjum til að framleiða verðmæti og miðla þeim. Í krafti hans setur það öðru fólki skilyrði: Launþegar þurfa að undirgangast arðrán til að mega fá vinnu, neytendur þurfa að undirgangast okurverð og skuldunautar banka og lánastofnana þurfa að undirgangast okurvexti.
2.2 Arðrán, okur og rányrkja
Kapítalismi þrífst á því að arðræna vinnandi fólk, okra á neytendum og stunda rányrkju á náttúruauðlindum. Auðmagn er eigingjarnt og skammsýnt. Það sækist ekki eftir öðru en skjótum hámarksgróða. Kapítalistar sem ekki fara eftir þessari kröfu lúta í lægra haldi í samkeppni.
Arðrán skapar félagslegt misgengi, ójöfnuð sem fer vaxandi með tímanum. Aukin afköst hafa ekki skilað launþegum hærri launum, heldur tekur auðvaldið aukninguna út sem arð, sem aftur er veittur launþegum að láni og látinn standa undir neyslu samhliða skuldasöfnun. Neyslan hefur fengið almenning til að trúa að hann tilheyri ekki verkalýð heldur millistétt.
2.3 Fjármálakapítalismi
Hagkerfi Íslands tók miklum breytingum snemma á 9. áratugnum með vaxtafrelsi og þegar útgerðarmönnum var gefinn fiskveiðikvótinn. Síðan eru skrefin orðin fleiri. Stórtæk einkavæðing hefur fært auðmönnum gríðarmiklar eignir sem þeir hafa lagt að veði í braski með verðbréf og óraunveruleg verðmæti. Í gegn um lífeyrissjóði hafa þeir notað sparifé launþega í sama skyni.
Fjármálakerfið er órjúfanlegur hluti af iðnaðarkapítalisma og stjórnar honum. Lengst af var vöxtur þess í samræmi við aukna framleiðni iðnaðarins, en þegar skorið var á þau tengsl öðlaðist það sjálfstætt líf og tók á sig mynd nýfrjálshyggjunnar. Verðbréfaviðskipti snúast um brask með væntingar sölu á framleiðslu framtíðarinnar, verðmætum sem eru ekki til. Arðsemiskröfur blása markaðinn upp og sú ranghugmynd skapast að peningar framleiði verðmæti. Fjármagnskerfið getur ekki vaxið óendanlega frekar en nokkuð annað og er dæmt til að lenda í kreppu aftur og aftur þegar það fer fram úr raunverulegri verðmætasköpun.
Það eru ekki óreiðumenn sem skapa kreppuna, heldur er hún innbyggð í óreiðukerfið sem heimtar hámarksgróða strax.
2.4 Iðnaðarkapítalismi
Kapítalísk verðmætaframleiðsla gengur hvorki út á að framleiða vörur né veita þjónustu, heldur græða peninga. Skiptagildi verðmæta vegur þyngra en notagildi þeirra. Vegna þess að hagkvæmni kapítalísks iðnaðar miðast ekki við þarfir þjóðfélagsins heldur eigendanna, er hún hvorki nógu mikil, né skipt af sanngirni. Hún einkennist af óreiðu og bruðli. Einkahagsmunirnir hika ekki við að færa fórnir á kostnað almennings. Þeim sama hvort ósnortnu landi er sökkt, menningarverðmætum spillt eða loft og vatn menguð.
2.5 Markaðurinn
Hinn kapítalíski markaður þjónar auðvaldinu, ekki fólkinu. Skortur er honum nauðsynlegur til að verðleggja vörur og þjónustu, sem fara til þeirra sem geta borgað en ekki þeirra sem hafa þarfir. Dæmi um þetta er lyfjaiðnaðurinn, sem framleiðir dýr lyf handa Vesturlandabúum á meðan þúsundir barna deyja daglega í Afríku úr sjúkdómum sem auðvelt er að lækna. Kapítalískur markaður er í stöðugri kreppu í aðra röndina þar sem atvinnugreinar og landshlutar veslast upp vegna vanrækslu, en í stjórnlausum vexti á hinum endanum þar sem gróða er von.
2.6 Heimsvaldastefna
Þegar fjármálabrask vex framleiðsluhagkerfinu yfir höfuð sækir það út fyrir landsteinana í leit að nýjum tækifærum. Uppkaup íslenskra auðmanna á evrópskum fyrirtækjum eru til marks um það, og litlu munaði að íslenskt hugvit í orkuvinnslu yrði notað til að arðræna þriðja heiminn. Ísland er í senn heimsvaldaríki, þótt smátt sé, og efnahagsleg hjálenda annarra heimsvaldaríkja, til dæmis fyrir ódýrt rafmagn til álframleiðslu. Íslenska heimsvaldastefnan hin svokallaða útrás hefur náð því markmiði að byggja upp einokunarauðvald og þjappa gríðarlegum eignum á fárra hendur. Þegar bakslag kemur í sóknina vill íslenska auðvaldið framselja sjálfsforræðið, ekki í hendur fólkinu í landinu heldur bandalagi evrópskra auðhringa. Það er nýjasti bakhjarl auðmannastéttarinnar sem áður var hálf-evrópsk-amerísk, þar áður hálf-ensk og þar áður hálf-dönsk.
Togstreita um auðlindir og markaði er algengasta orsök stríðs og með þátttöku í alþjóðlegri heimsvaldastefnu hefur Ísland tekið þátt í árásum gegn Júgóslavíu, Afganistan og Írak.
2.7 Velferðarkerfi og ríkiskapítalismi
Velferðarkerfinu var komið á víða í heiminum eftir stríð, til að lægja öldur stéttabaráttu og afstýra byltingarógn. Þegar sú ógn var ekki lengur til staðar byrjuðu ráðandi öfl að vinda ofan af því og sækja í ný gróðatækifæri með kröfum um einkavæðingu og útboð. Þjónusta hins opinbera og aðgangur fólks að námi, heilsugæslu o.s.frv. hafa verið takmörkuð við þá sem borga. Ríkisrekin fyrirtæki hafa verið færð auðmönnum svo þeir geti mjólkað þau og þann almenning og þau fyrirtæki sem þarfnast þeirra.
Sú tegund ríkisrekstrar sem hingað til hefur þekkst á Íslandi er kapítalísk. Ríkisfyrirtækin eru hluti af kapítalísku hagkerfi og þjóna því. Stjórnendur eru menn sem auðvaldið treystir. Þegar ríkiseignir eru einkavæddar eru þær fengnar mönnum sem valdamenn treysta auðmönnum sem enginn hefur kosið. Tilgangur ríkiskapítalisma er stundum að hemja krepputilhneigingar og annað stjórnleysi kapítalismans, stundum að reka einhverja þjónustu fyrir skattfé, sem erfitt er fyrir einkaauðvald að hagnast nóg á.
2.8 Lýðræði og vald í ríkinu
Ríkisvald er framkvæmdanefnd ráðandi stéttar. Í kapítalísku þjóðfélagi er ríkið kapítalískt og þjónar kapítalistastéttinni. Allt fyrirkomulag þess er sniðið að þörfum hennar, stjórnmálaflokkarnir, löggjöfin, þingræðið, dómstólarnir, hagstjórnin og önnur valdatæki. Grunntilgangur lýðræðis í auðvaldsþjóðfélaginu er að valdaskipti milli mismunandi auðvaldshagsmuna geti gengið friðsamlega fyrir sig. Þessir hagsmunir birtast í borgaralegum stjórnmálaflokkum.
Höfuðtilgangur ríkisins sem slíks er að halda stéttaandstæðum niðri með valdi. Það notar lögreglu og önnur valdbeitingartæki til að verja grundvallarhagsmuni auðvaldsins sem stéttar einkaeignarréttinn.
Fjölmiðlar á Íslandi eru í þjónustu auðvaldsins. Eigendur velja ritstjóra sem svara til þeirra og þeir treysta. Því sem eigendur ráða ekki ráða kaupendur auglýsinga.
Auðvaldið hefur deilt og drottnað með því að mismuna vinnandi fólki og fólki almennt, m.a. eftir kynferði, þjóðernislegum uppruna, kynhneigð og heilsufari.
3. Breytingarnar sem verða að eiga sér stað
Þörf er á eðlisbreytingu á þjóðfélaginu, þar sem vald víkur fyrir lýðræði, leynd fyrir upplýsingum, spilling fyrir ábyrgð og forréttindi fyrir jöfnuði. Það gildir bæði um ríkið, hagkerfið og þjóðfélagið allt.
3.1 Hlutverk almennings
Almenningur í landinu, vinnandi fólk af öllum stéttum, er eina aflið sem megnar að koma í kring nauðsynlegum breytingum og það afl sem hefur mesta hagsmuni af þeim.Breytingarnar verða að vera í hans þágu og til að þær skili tilætluðum árangri verður almenningur að taka völdin í sínar eigin hendur. Þar sem auðvaldsstéttin er ólíkleg til að samþykkja að gefa forréttindi sín eftir, má leiða líkum að því að þetta verði aðeins gert þannig að fjöldahreyfing launþega beinlínis yfirtaki atvinnulífið og ríkisvaldið.
3.2 Hlutverk sósíalista
Hlutverk sósíalista er fræðsla, skipulagsstarf og annað nauðsynlegt pólitískt frumkvæði. Almenningur verður að eiga völ á sjálfstæðu pólitísku afli sem talar máli vinnandi fólks en ekki auðvaldsins.
3.3 Núverandi stjórnmálaflokkar
Enginn núverandi stjórnmálaflokka hefur það á stefnuskránni að afnema auðvaldsskipulagið, heldur stefna þeir allir á að varðveita það, í einni eða annarri mynd, og að varðveita áframhaldandi arðsemi eignastéttarinnar. Rauður vettvangur sér brýna þörf fyrir stjórnmálasamtök sem beita sér beinlínis fyrir afnámi auðvaldsskipulagsins.
3.4 Uppgjör við borgaralegt ríkisvald
Núverandi ríkisvald er kapítalískt og vinnur gegn hagsmunum almennings. Það þarf að afnema það og setja í staðinn upp nýtt lýðveldi á nýjum, félagslegum forsendum. Það felur í sér lýðræði á öllum sviðum og að yfirbyggingin sé ekki stærri eða flóknari en nauðsynlegt er.
3.5 Uppgjör við kapítalíska framleiðsluhætti
Kapítalíska framleiðsluhætti viljum við afleggja, og þar með húsbóndavald í efnahagskerfinu, lánveitingavald okurlánara, sókn eftir hámarksgróða einkafyrirtækja, veitingarvald embættismanna, óskipulega framleiðslu sem miðast við gróða en ekki þarfir og bruðl og rányrkju á auðlindum.
Kapítalisminn og meinbugir hans eru ekki náttúrulögmál og það er á mannlegu valdi að afleggja óréttlátt kerfi og byggja upp réttlátt í staðinn.
Rauður vettvangur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.9.2009 | 01:21 | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.