Manifesto for a United Front of Iceland 2010

Sameiningarstefnuskrá Rauðs vettvangs, í lítið eitt uppfærðri mynd, hefur verið þýdd á ensku. Enska þýðingin fer hér á eftir:

Manifesto for a United Front of Iceland 2010
 
1. Reestablish sovereignty
 
Iceland should not join the EU, but  should instead continue to exchange goods and services, as a nation, with those who want to deal with us in mutual fairness.
 
Iceland should reject all  loans from the International Monetary Fund, along with the ultimatums and repression that come with them.
 
Iceland should withdraw from NATO and work for international peace.
 
The Icelandic state should not be made to bear sole responsibility for the Icesave debts. Instead Iceland should seek to negotiate with foreign stakeholders about a just settlement, based on what the Icelandic people can be  expected to shoulder without endangering the infrastructure of the country or sovereignty over natural resources.
 
2. Common ownership of all natural resources
 
Any exploitation of the resources owned by the Icelandic people must be governed by strict laws and regulations. The legislature must ensure that national resources be preserved and that all profits go towards the common good. The right to exploitation must neither be mortgaged, subcontracted nor in other ways abused for private profit. Exploitation rights must be retractable at a short notice if they are abused.
 
3. The capitalists must pay for their own crisis
 
The Icelandic government must stop following the policy of privatizing profit and socializing losses.
 
The Courts must speed up the legal proceedings stemming from the collapse of the banking system. The ill gotten gains of the capitalists must be confiscated. Foreclosures of  homes must be prevented and a just way found to make up the damage caused by the housing bubble, by correcting mutated, index-regulated loans.
 
The root causes of the current crisis must be addressed by increasing the role of  the mutual and public sectors. Thus equality in society would increase and the continued fuelling of the economy by injustice prevented.
 
4. Socialize the infrastructure of society
 
By socialization we don’t only mean state or other social forms of ownership, but the goal of the economy should be other and wider than simple private, monetary profit. The interest of the public and of society in general should be the main goal, and the enterprise in question should be democratically controlled. Equality and sustainability must always be kept in mind.
 
By infrastructure we mean:
Health care
Pension funds
Insurance
Welfare
Education
Finance
Telecommunication
Transport
Management of natural resources
 
5. Increased democracy
 
The public must have greater opportunities for political and economic influence through free associations, political parties as well as in the workplace. Public administration must be transparent and everything, except matters regarding national security, must be open and accessible to the public.
 
Votes should be equalled out by making the country a single constituency with proportional representation.
 
15% of the electorate should be able to call for a national referendum. Also, a third of the elected members of parliament should be able to demand a national referendum. National referendums should be binding.
 
A constitutional assembly should be gathered to draft a new constitution that would ensure the democratic rights of the citizens more securely than the current constitution.
 
2010  Red Forum, Iceland


Rauðar sumarbúðir í Skorradal 26. - 29. júlí 2010

(Fréttatilkynning sem nýlega var send út)
 
Rauðar sumarbúðir í Skorradal 26. - 29. júlí 2010
 
Dagana 26. - 29. júlí n.k stendur Rauður vettvangur fyrir Rauðum sumarbúðum í Skorradal. Þar mun fara saman pólitískar umræður, listasmiðjur, ýmiss konar frístundaiðja og almenn huggulegheit fyrir alla fjölskylduna og fólk á öllum aldri.

Meðal umræðuefna á skipulagðri dagskrá eru baráttan gegn aðild að Evrópusambandinu, uppgjör við nýfrjálshyggjuna, málefni flóttamanna á Íslandi og fleira. Leshringur verður skipulagður um pólitíska hagfræði fyrir þá sem hafa áhuga. Á kvöldin verður sungið og sýndar kvikmyndir með fleiru. Svo verður alltaf svigrúm til að hnika til dagskránni eftir áhuga þátttakenda. Einnig er nægur tími til að sinna eigin hugðarefnum.

Sérstaklega verður hugað að börnum á öllum aldri. Foreldrar skiptast á að gæta yngstu barnanna og ýmiss konar dagskrá verður fyrir þau eldri með list og leikjum. Gert er ráð fyrir gönguferð um nágrennið með öllum sem áhuga hafa.

Þátttakendum verður skipt í hópa sem sjá um praktíska vinnu við mat og þrif. Kostnaði verður stillt í hóf þannig að allir sem áhuga hafa geti tekið þátt og notið sumarfrísins á þennan einstaka og skapandi hátt. Allir sem spila á hljóðfæri sem hægt er að taka með eru hvattir til að gera það.

Sumarbúðirnar verða haldnar í Skátaskála sunnan við Skorradalsvatnið. Þar er ágæt aðstaða fyrir sumarbúðirnar og svefnaðstaða fyrir takmarkaðan fjölda innanhúss, en nóg pláss er fyrir tjöld. Ef veður verður mjög slæmt geta þó tjaldbúar flúið í hús og gist í sal skálans. Matur er innifalinn í þátttökugjaldi sumarbúðanna.

Þeir sem vilja skrá sig eða fá nánari upplýsingar geta haft samband við Þorvald Þorvaldsson í síma 8959564 eða vivaldi@simnet.is eða skrifað skilaboð inn á raudurvettvangur@gmail.com. Fólk er hvatt til að skrá sig snemma, helst fyrir lok júní til að ljóst verði hve þátttakan er mikil.
 
F.h. Rauðs vettvangs
Þorvaldur Þorvaldsson
Sími 8959564
 
 
 
 
Þátttökugjald er kr. 15.000 fyrir einstakling í tjaldi en kr. 1.000 á nótt í skála að auki. Námsmenn og atvinnulausir fá 20% afslátt en þeir sem eru 12-18 ára fá 50% afslátt. Frítt fyrir yngri. 50% afsláttur er fyrir alla umfram einn í fjöskyldu og hámarksgjald 30.000 fyrir fjölskyldu.

Hverju þarf að breyta á Íslandi?

(Fréttatilkynning)

Hverju þarf að breyta á Íslandi?

Rauður vettvangur boðar til opins fundar fimmtudaginn 22. apríl kl. 20 í Friðarhúsi Njálsgötu 87.

Dagskrá:

• Hverju þarf að breyta á Íslandi?
    Framsögumenn:
    Ögmundur Jónasson alþingismaður og
    Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður

• Kynning á stefnu og áformum Rauðs vettvangs

• Skipun rannsóknarnefndar um nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi

• Önnur mál

Heitt verður á könnunnni og allir eru velkomnir

    Stjórn Rauðs vettvangs

Rannsóknarnefnd um nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns

Stjórn Rauðs vettvangs ákvað á fundi sínum 12. apríl 2010 að skipa rannsóknarnefnd um nauðsynlegar breytinga á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. Nefndin skal draga saman upplýsingar um samfélagslegar orsakir efnahagshrunsins og byggja á þeim rökstudda samantekt um nauðsynlegar breytingar til að auka jöfnuð og réttlæti í íslensku samfélagi og aukið jafnvægi í efnahagslífinu þannig að þjóðin geti lifað við aukið lýðræði og afkomuöryggi.

Rannsóknarnefndin verður skipuð 1. maí 2010 og skal skila skýrslu um niðurstöður sínar 6. október sama ár. Þeir sem óska eftir sæti í nefndinni geta komið ósk um það á framfæri í tölvupósti á netfangið rauðurvettvangur@gmail.com í seinasta lagi 27. apríl 2010.

Reykjavík 12. apríl 2010

F.h. stjórnar Rauðs vettvangs

Þorvaldur Þorvaldsson, sími. 8959564


Leshringur um Ríki og byltingu hefst næsta mánudag

Til stendur að halda leshring þar sem lesin verður "Ríki og bylting" eftir Lenín, hún rædd með hliðsjón af aðstæðum dagsins í dag og inntak hennar sett í sögulegt og samfélagslegt samhengi þess tíma. Fyrsti fundur leshringsins verður í fundarherbergi ReykjavíkurAkademíunnar að kvöldi hins 19. apríl, frá kl. 20:00- 22:00. Leshringnum stjórnar Skúli Jón Kristinsson.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram, en þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Þeir eru jafnframt hvattir til að lesa 1. og 2. kafla bókarinnar, sem verða teknir fyrir á fundinum. Þeir sem ekki eiga þessa merku bók geta nálgast hana að láni hjá Vésteini í s. 8629067 eða Þorvaldi í s. 8959564.


Ræða komin á Eggina

Ræða Vésteins Valgarðssonar í Rauðum vettvangi, sem flutt var 13. mars á Austurvelli, er nú komin á vefritið Eggina: Ræða Vésteins Valgarðssonar 13. mars á Austurvelli

Ræða Vésteins á Alþingi götunnar

Þessa ræðu flutti Vésteinn Valgarðsson á Austurvelli í dag, 13. mars, sem fulltrúi Rauðs vettvangs á Alþingi götunnar.

Gott fólk.

Ég hef starfað á geðdeild undanfarin níu ár. Á meðan íslenska hagkerfið óx hraðast og féll hraðast, gekk lífið sinn vanagang á deild 14 á Kleppi. Þangað kom aldrei neitt góðæri, heldur var deildin rekin með sparsemi og ráðdeild og lágum launum.

Lífið gekk sinn vanagang, þangað til nú í desember. Þá fengum við þær fréttir að það ætti að loka. Allir fengu uppsagnarbréf í janúar, sagt upp frá og með fyrsta maí nk. Ég trúi því mátulega, sem okkur er sagt, að ástæðurnar séu hugmyndafræðilegar. Ég hygg hins vegar að þarna láti hinn fjársvelti Landspítali undan kröfum um að spara – mikið og fljótt.

Krafan um sparnað kemur vitanlega að ofan, frá norrænu velferðarstjórninni okkar, sem fer að vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hefur einhver heyrt um land sem hefur byggt upp norrænt velferðarkerfi undir leiðsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Nei – vegna þess að það land er ekki til. Erindi sjóðsins er ekki að hjálpa okkur að byggja upp velferð, heldur að hjálpa kröfuhöfum að innheimta skuldir. Hollráðin sem frá honum koma ganga út á að einkavæða ríkiseignir, draga út útgjöldum ríkisins og loks að greiða fyrir erlendri fjárfestingu. Með öðrum orðum, að innviðir samfélagsins verði settir á uppboð fyrir fjárfesta. Að spyrja hvernig við mundum spjara okkur án Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er álíka gáfulegt og að spyrja hvernig fíkill mundi spjara sig án handrukkara.

Hér er ein vísa eftir sjálfan mig:

IceSave bæði og ESB
undan þeim stynur þjóðin.
Eg vil negla upp á tré
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Við megum aldrei gleyma að við búum í stéttskiptu þjóðfélagi og þessu landi er stjórnað af valdastétt sem er ekki kosin heldur ræður í krafti eignarhalds og yfirráða yfir fjármagni.

Þessi valdastétt heitir fjármálaauðvald. Það skipulagði fjármálakerfi landsins eftir sínum hagsmunum og tryggði þannig eigin völd nógu vel til að halda velli þrátt fyrir hrun og þótt við þykjumst hafa gert byltingu. Fjármálaauðvaldið er alþjóðlegt í eðli sínu: Bankajöfrar á Íslandi og í t.d. Bretlandi eða Hollandi eiga meira sameiginlegt hverjir með öðrum heldur en vinnandi fólki í þessum löndum. Við, vinnandi fólk, höfum verið féflett af sameiginlegum óvini, fjármálaauðvaldinu, og erum náttúrlegir bandamenn.

Fjármálaauðvaldið fær sitt áður en heimilin fá skuldaleiðréttingar, kröfur þess ganga fyrir velferðarkerfinu og eru meira að segja verðtryggðar! Þarf frekari vitnanna við, um það hver ræður í þessu landi? Follow the Money!

Ríkisstjórnin sem er við völd er gott dæmi um það að sérhver ríkisstjórn er framkvæmdanefnd ríkjandi stéttar. Ríkjandi stétt bindur ekki bara hendur ríkisstjórnarinnar, heldur setur henni beinlínis fyrir verkefni.

Ég er í sjálfu sér á móti öllum borgaralegum ríkisstjórnum, en þær eru samt ekki allar eins. Ef við fellum hina gölluðu núverandi ríkisstjórn í dag, þá munum við í staðinn fá aðra ríkisstjórn, enn verri. Þá væri verr af stað farið en heima setið. Ef það á að taka til í alvöru í þjóðfélaginu þarf að verða til pólitískt afl sem er fært um það.

Ríkisstjórnin dugar ekki gegn auðvaldinu vegna þess að hún er sköpuð til að þjóna því. Allt kerfið er hannað í þágu valdastéttarinnar og það er varla á valdi einnar stjórnar að sporna gegn því – en ég sé ekki heldur að hún reyni. Það er nefnilega ekki sögulegt hlutskipti krata að setja skorður á auðvaldið, heldur á alþýðuna.

Baráttan núna þarf að beinast gegn hinni hægrisinnuðu kreppupólitík sem auðvaldið rekur í gegn um ríkisstjórnina og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ef við viljum setja baráttunni markmið, eða skilgreina skotmörk, þá er af nógu að taka: Baráttan gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gegn verðtryggingunni, fyrir skuldaleiðréttingum, fyrir velferðarkerfinu og fyrir félagslegu eignarhaldi á auðlindunum, svo ég nefni fáein dæmi.

Pólitískt afl, sem er fært um að bylta þjóðfélaginu og koma raunverulegum völdum í hendur almennings, verður ekki til af sjálfu sér. Það þarf skipulagða og markvissa baráttu til. Hagsmunir skuldaöreiga og okurlánaauðvalds eru ósamrýmanlegir. Annað hvort verður að víkja. Það stendur því upp á okkur sjálf, grasrótina og almenning, að berjast gegn auðvaldinu á öllum sviðum. Ávöxturinn verður ríkulegur ef við höfum betur, enda getur enginn mótað samfélagið okkar betur en við sjálf.

Takk fyrir.

Bréf til Rauðs vettvangs

Á dögunum hélt Rauður vettvangur aðalfund. Þórarinn Hjartarson komst ekki, en sendi fundinum í staðinn bréf. Lesið það á Egginni: Bréf til Rauðs vettvangs, nú eða bara hér að neðan:

Bréf til Rauðs vettvangs

Tíu tesur 

1. Það eru um 3 áratugir síðan afnám kapítalismans var síðast til umræðu að einhverju marki á Íslandi. Það var á 8. áratug síðustu aldar.

2. Kapítalisminn í upphafi 21. aldar er í skarpari mótsögn við mannlegar og samfélagslegar þarfir en hann var á framgangstíma sósíalismans á 20. öld, einnig ofbeldishneigðari og meiri umhverfisböðull. Yfirstandandi kreppa birtir auk þess stjórnleysi hins kapítalíska markaðar og setur spurningamerki við sjálft þjóðfélagskerfið í augum almennings.

3. Þess vegna er góður jarðvegur og tímabært lyfta merki sósíalískrar byltingar. Raunar er það lífsspursmál fyrir mannkynið.

4. Yfirlýst barátta við kapítalismann er annað hvort byltingarsinnuð eða endurbótasinnuð/kratísk.

5. Verkefni byltingarsinna er að leiða stéttabaráttu launafólks og alþýðu og endurvekja samtakamáttinn. Í kreppunni er þörfin fyrir slíkt afl æpandi. Verkefnið er ennfremur að halda á loft framtíðarsýninni um þjóðfélagsbyltingu, samfélagslega eign á atvinnutækjum og róttækt lýðræði. Kröftug hugmyndabarátta er forsenda þess að byltingarhreyfing okkar verði lífvænleg.  Það er eitt af því sem reynsla sósíalismans hefur kennt.

6. Kratar berjast ekki gegn kapítalismanum, aðeins gegn stjórnleysi hans og sjálfseyðingarhvöt, og dreymir um „taminn kapítalisma“. Græn gildi í viðbót breyta ekki þessum meginforsendum kratismans.

7. Kratar töldu sig hafa fundið meðul gegn kreppum – með virku ríkisvaldi, styrkingu kaupmáttar og eftirspurnar, Keynesisma. Nú, í mestu kreppu eftir stríð, birtist ráðaleysi kratismans hvarvetna og ekki sést tangur né tetur af Keynes.

8. Íslenskir kratar skilgreina kreppuna hérlendis sem „mannleg mistök“, sem séríslenskt íhaldsklúður. Þeir gera allt til að hreinsa kapítalismann af sök á kreppunni. Svar þeirra sjálfra er endurreisn íslenska auðvaldsins undir vinstri stjórn, þ.e.a.s. þjónkun við íslenskt einokunarauðvald með tungutaki félagshyggju.

9. VG er enginn valkostur fyrir byltingarsinna. Flokkurinn stendur í vegi þess að íslensk alþýða berjist gegn kreppunni með vopnum samtakanna – bæði í baráttunni við innlent auðvald og áþján og fjárkúgun erlendra heimsvaldasinna – og er þannig hluti af valdakerfi auðsins. Vinstri armur flokksins styður vissulega hagsmunamál alþýðu í hinni daglegu baráttu. Hugmyndabaráttu um þjóðfélagskerfið er hins vegar skipulega haldið niðri og barátta fyrir sósíalisma engin í flokknum.

10. Gangan er löng og ekki hægt að stytta sér leið. Ögmundur inn eða Ögmundur út: Hrókeringar í ríkisstjórn breyta engu. Verkefni byltingarsinna er að byggja mótaflið í samfélaginu. Til þess tökum við þátt í daglegri stéttarlegri baráttu alþýðu fyrir hagsmunum sínum og stundum hins vegar hugmyndabaráttu um langtímamarkmið okkar. Vinnandi, talandi, skrifandi. Fleygjum þröngum sjónglerjum íslenskrar stjórnmálabaráttu! Setjum sósíalíska byltingu á dagskrá!

Af aðalfundi Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs var haldinn sunnudag 28. febrúar. Aðalfundarstörf voru með frekar hefðbundnum hætti. Samþykkt var afbrigði umað kjósa fleiri varamenn í stjórn en lög kveða á um. Í aðalstjórn voru kjörin: G. Rósa Eyvindardóttir, Sigurjón Egilsson, Vésteinn Valgarðsson, Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Í varastjórn voru kjörin Ágúst Arnórsson, Ingi Þórisson, Kristján Jóhann Matthíasson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Skúli jón Unnar- og Kristinsson. Héðinn Björnsson var kjörinn félagslegur skoðunarmaður reikninga. Stjórn hefur síðan skipt með sér verkum og er Vésteinn Valgarðsson áfram ritari, og G. Rósa Eyvindardóttir gjaldkeri.

Samþykkt var ályktunartillaga sem mun birtast á næstu dögum. Samþykkt var að halda áfram að leita samstarfs við aðra grasrótarhópa. Félagsgjald fyrir nýhafið starfsár (2010-2011) var samþykkt 1000 krónur.


Aðalfundur Rauðs vettvangs 28. febrúar

Næstkomandi sunnudag, 28. febrúar, heldur Rauður vettvangur aðalfund í Friðarhúsi á horni Snorrabrautar og Njálsgötu.

Dagskrá:

16-18: Pallborðsumræður um samstarf R.v. og annarra grasrótarfélaga, með talsmönnum frá R.v. og nokkrum öðrum hópum.

18-19: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
Atkvæðisrétt hafa allir sem standa í skilum með félagsgjald (500 kr.), sem hægt er að greiða félagsgjald á staðnum.

19: Sameiginlegur fjáröflunarkvöldverður með skemmtiatriði.

Félagar eru hvattir til að mæta og bjóða sig fram í verkefni á vegum félagsins.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband