Félagsfundur 16. febrúar

Þriðjudagskvöld 16. febrúar klukkan 20:00 heldur Rauður vettvangur félagsfund í Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Aðalumræðuefnin verða hlutverk, skipulag og verkefni félagsins sjálfs, ekki síst með hliðsjón af því að aðalfundur félagsins verður sunnudag 28. febrúar næstkomandi.


Mótmæli á Austuvelli 30. desember og við Bessastaði 31. desember

Árið er að líða en stóratburðirnir eru ekki liðnir og ekki of seint að hafa veruleg áhrif á framtíðarkjör hinna vinnandi stétta hér við land.  Lokaatkvæðagreiðsla Alþingis um Icesave er á dagskrá 30. desember og er boðað til mótmæla á Austuvelli klukkan 10. Verði frumvarpið samþykkt er boðað til mótmæla á gamlársdag við Bessastaði klukkan 11.

Rauður vettvangur styður þessi mótmæli af heilum hug og skorar á þingmenn sem vilja telja sig vinstrisinnaða að hafna samfélagsábyrgð á fjárhættuskuldum íslenska auðvaldsins. Framtíðin mun hinsvegar ekki ráðast á þingstólum heldur á götunni. Almenningur á Íslandi sýndi í byrjun þessa árs að hann getur tekið völdin í sínar hendur og stýrt framvindu mála. Beinar aðgerðir almennings eru eina ógnin við alræði auðvaldsins, sem stýrir samfélaginu jafnt með ríkisstjórnum undir stjórn Samfylkingar sem Sjálfstæðisflokks. Það velltur því á okkur hvernig fer, engu síður en þingmönnum og forseta.


Fundur í kvöld

Rauður vettvangur heldurmálfund í kvöld, um stöðu og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í kreppunni. Fundurinn verður í Friðarhúsi (Njálsgötu 87) og hefst kl. 20:00. Anna Atladóttir, aðaltrúnaðarmaður SFR á Landspítala, hefur bæst á mælendaskrá, til viðbótar við Bjarka Steingrímsson varaformann VR. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA hefur boðað forföll. Vonumst til að sjá ykkur,

Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í kreppunni

Opinn málfundur hjá Rauðum vettvangi
fimmtudaginn 3. desember kl. 20
Friðarhúsi, Njálsgötu 87
 
Framsögur flytja:
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Bjarki Steingrímsson, varaformaður VR.
 
Hvert stefnir verkalýðshreyfingin og hvernig ætti hún að bregðast við kreppunni?
Hvernig geta félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar beitt henni til að vinna bug á kreppunni?
 
Allir eru velkomnir.
 
Stjórn Rauðs vettvangs.

Fundur um stofnun Heimavarnarliðs

Fimmtudagskvöld 19. nóvember kemur heldur Rauður vettvangur félagsfund klukkan 20. Aðalumræðuefnið verður: Stofnun Heimavarnarliðs: Hvað eða hverja þarf að verja og hvernig á að skipuleggja þær varnir? Héðinn Björnsson verður fundarstjóri. Vonumst eftir góðri mætingu.
Staður: Friðarhús, Njálsgötu 87 (á horni Snorrabrautar)

Þórarinn Hjartarson: Kreppa auðvaldsskipulagsins

Þórarinn Hjartarson hefur skrifað grein, upp úr framsögu sinni á ráðstefnu Rauðs vettvangs þ. 10. október sl., og birt á Egginni: Kreppa auðvaldsskipulagsins.

Tveir áhugaverðir fundir

Umræðuhópur sósíalista innan VG efnir til opins umræðufundar um verkalýðs- og kjaramál og stöðuna á vinnumarkaði miðvikudagskvöld 4. nóvember klukkan 20:00, Suðurgötu 3. Ræðumenn verða Ögmundur Jónasson alþingismaður og Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík. Allir velkomnir.

Rauður vettvangur heldur málfund fimmtudaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Héðinn Björnsson fjallar um áhrif fjárlaga á velferð í landinu, um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fleira. Umræður á eftir. Fundurinn hefst klukkan 20:00, allir eru velkomnir.

Rauður vettvangur fimmtudag 5. nóvember

Rauður vettvangur heldur
málfund fimmtudaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Héðinn
Björnsson fjallar um áhrif fjárlaganna á velferðina í landinu, um
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fleira. Umræður á eftir. Fundurinn hefst
klukkan 20:00, allir eru velkomnir. Ókeypis inn!

Ræða Þórarins Hjartarson

Á Egginni birtir Þórarinn Hjartarson tímabæra grein: Hvernig flokk þurfum við? -- unna upp úr samnefndri framsögu á ráðstefnu Rauðs vettvangs, 11. október sl.

Fundur og fjáröflunarkvöldverður á föstudagskvöldið kemur

Á föstudagskvöldið kemur verða fjáröflunarkvöldverður og fundur Rauðs vettvangs í Friðarhúsi, við Njálsgötu 87.

Borðhald hefst klukkan 18:30 og stendur til tæplega 20:00. Réttur kvöldsins er ekki ákveðinn ennþá en verður eflaust mjög ljúffengur! Hann mun aðeins kosta 1500 krónur.

Sjálfur fundurinn hefst klukkan 20:00 stundvíslega. Efni hans er tiltölulega einfalt: Starfið framundan. Hver er niðurstaðan eftir vel heppnaða ráðstefnuna 10.-11. október? Hver verða næstu skref? Hvernig styrkjum við hreyfinguna? Hver eru helstu verkefni framundan? Hvernig heyjum við baráttuna fyrir vörn heimilanna og gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband