Af aðalfundi Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs var haldinn sunnudag 28. febrúar. Aðalfundarstörf voru með frekar hefðbundnum hætti. Samþykkt var afbrigði umað kjósa fleiri varamenn í stjórn en lög kveða á um. Í aðalstjórn voru kjörin: G. Rósa Eyvindardóttir, Sigurjón Egilsson, Vésteinn Valgarðsson, Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Í varastjórn voru kjörin Ágúst Arnórsson, Ingi Þórisson, Kristján Jóhann Matthíasson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Skúli jón Unnar- og Kristinsson. Héðinn Björnsson var kjörinn félagslegur skoðunarmaður reikninga. Stjórn hefur síðan skipt með sér verkum og er Vésteinn Valgarðsson áfram ritari, og G. Rósa Eyvindardóttir gjaldkeri.

Samþykkt var ályktunartillaga sem mun birtast á næstu dögum. Samþykkt var að halda áfram að leita samstarfs við aðra grasrótarhópa. Félagsgjald fyrir nýhafið starfsár (2010-2011) var samþykkt 1000 krónur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband