Rannsóknarnefnd um nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns

Stjórn Rauðs vettvangs ákvað á fundi sínum 12. apríl 2010 að skipa rannsóknarnefnd um nauðsynlegar breytinga á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. Nefndin skal draga saman upplýsingar um samfélagslegar orsakir efnahagshrunsins og byggja á þeim rökstudda samantekt um nauðsynlegar breytingar til að auka jöfnuð og réttlæti í íslensku samfélagi og aukið jafnvægi í efnahagslífinu þannig að þjóðin geti lifað við aukið lýðræði og afkomuöryggi.

Rannsóknarnefndin verður skipuð 1. maí 2010 og skal skila skýrslu um niðurstöður sínar 6. október sama ár. Þeir sem óska eftir sæti í nefndinni geta komið ósk um það á framfæri í tölvupósti á netfangið rauðurvettvangur@gmail.com í seinasta lagi 27. apríl 2010.

Reykjavík 12. apríl 2010

F.h. stjórnar Rauðs vettvangs

Þorvaldur Þorvaldsson, sími. 8959564


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband