Síðan kreppan byrjaði árið 2008, hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp til að breiða yfir þá staðreynd að hún er óhjákvæmilegur fylgifiskur auðvaldskerfisins. Látið er í veðri vaka að kreppan sé senn að baki. Það þurfi bara að örva fjárfestingu og hagvöxt, og þá verði allt eins og fyrir kreppu. En það er engin leið til baka. Eina raunhæfa leiðin út úr kreppunni er aukinn vegur hins félagslega í hagkerfinu og að markaðsvæðingin víki að sama skapi.
Vandi íslensks samfélags er ekki skortur á skuldsetningu eða erlendri fjárfestingu, heldur sá botnlausi ójöfnuður sem stafar af markaðsvæðingunni. Núna reyna SA-sveitir íslenskra atvinnurekenda að knýja fram laga-setningu sem tryggir þeim rýmri yfirráð yfir helstu auðlind þjóðarinnar, til að auka ójöfnuðinn til frambúðar. Þessari valdaránstilraun verður að mæta af fullri hörku.
Kreppan er notuð til að þrengja kost almennings á allan hátt, til hagsbóta fyrir auðvaldið. Það er gert með beinni eignaupptöku í þágu bankanna, með því að láta ríkissjóð borga skuldir bankanna, og loks með niðurskurði í opin-berum rekstri, sem þrýstir á aukna markaðsvæðingu almannaþjónustu. Þá reynir auðvaldið að sverfa svo að þjóðinni að hún fallist á inngöngu í ESB, sem tryggja mun enn frekara alræði markaðshyggjunnar.
Rauður vettvangur hvetur íslenska alþýðu til að snúa vörn í sókn og fylkja sér um breytta stefnu sem felur í sér aukið sjálfstæði þjóðarinnar og aukna félagsvæðingu í efnahagsmálum.
Vandi íslensks samfélags er ekki skortur á skuldsetningu eða erlendri fjárfestingu, heldur sá botnlausi ójöfnuður sem stafar af markaðsvæðingunni. Núna reyna SA-sveitir íslenskra atvinnurekenda að knýja fram laga-setningu sem tryggir þeim rýmri yfirráð yfir helstu auðlind þjóðarinnar, til að auka ójöfnuðinn til frambúðar. Þessari valdaránstilraun verður að mæta af fullri hörku.
Kreppan er notuð til að þrengja kost almennings á allan hátt, til hagsbóta fyrir auðvaldið. Það er gert með beinni eignaupptöku í þágu bankanna, með því að láta ríkissjóð borga skuldir bankanna, og loks með niðurskurði í opin-berum rekstri, sem þrýstir á aukna markaðsvæðingu almannaþjónustu. Þá reynir auðvaldið að sverfa svo að þjóðinni að hún fallist á inngöngu í ESB, sem tryggja mun enn frekara alræði markaðshyggjunnar.
Rauður vettvangur hvetur íslenska alþýðu til að snúa vörn í sókn og fylkja sér um breytta stefnu sem felur í sér aukið sjálfstæði þjóðarinnar og aukna félagsvæðingu í efnahagsmálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.4.2011 | 12:59 | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.