1. maí ávarp Rauðs vettvangs 2012

Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 2012 boðar Rauður vettvangur nauðsyn markvissrar baráttu gegn auðvaldsskipulaginu og afleiðingum þess.

Kreppan hefur varpað skýru ljósi á innri andstæður auðvaldskerfisins. Það leiðir óhjákvæmilega af sér kreppu vegna þess að það er knúið áfram af gróðafíkn auðmanna en afleiðingum kreppunnar er velt yfir á alþýðuna. Engu breytir þó krataflokkar myndi ríkisstjórn enda hafa þeir ekki beitt sér fyrir neinum breytingum sem skipta máli til hagsbóta fyrir alþýðuna. Einu ráðin sem þeir sjá eru að reyna að knýja fram aukin umsvif með meiri ójöfnuði, auknum skammtímagróða fyrir auðmenn og aukinni skuldsetningu sem lendir á samfélaginu. Áfram er gróðinn einkavæddur en tapinu velt yfir á almenning.

Frjálshyggjan lifir góðu lífi og auðvaldið heldur áfram að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Áform um lagningu rafmagnssæstrengs til Bretlands er stærsta skref til þessa í markaðsvæðngu orkuauðlinda Íslands. Ef hún kemur til framkvæmda mun það leiða af sér aukinn hernað gegn landinu, stórhækkun á orkuverði hér innanlands og mikla skuldsetningu samfélagsins. En gróðinn mun rata í vasa vildarvina Íslandsbanka.  

Lykillinn að raunhæfum breytingum á íslensku samfélagi í þágu almenning felst í því að vinda ofan af markaðsvæðingu í lykilgreinum samfélagsins og auka veg hins félagslega að sama skapi.

Rauður vettvangur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband