Á dögunum hélt Rauður vettvangur aðalfund. Þórarinn Hjartarson komst ekki, en sendi fundinum í staðinn bréf. Lesið það á Egginni: Bréf til Rauðs vettvangs, nú eða bara hér að neðan:
Bréf til Rauðs vettvangs
Tíu tesur
1. Það eru um 3 áratugir síðan afnám kapítalismans var síðast til umræðu að einhverju marki á Íslandi. Það var á 8. áratug síðustu aldar.
2. Kapítalisminn í upphafi 21. aldar er í skarpari mótsögn við mannlegar og samfélagslegar þarfir en hann var á framgangstíma sósíalismans á 20. öld, einnig ofbeldishneigðari og meiri umhverfisböðull. Yfirstandandi kreppa birtir auk þess stjórnleysi hins kapítalíska markaðar og setur spurningamerki við sjálft þjóðfélagskerfið í augum almennings.
3. Þess vegna er góður jarðvegur og tímabært lyfta merki sósíalískrar byltingar. Raunar er það lífsspursmál fyrir mannkynið.
4. Yfirlýst barátta við kapítalismann er annað hvort byltingarsinnuð eða endurbótasinnuð/kratísk.
5. Verkefni byltingarsinna er að leiða stéttabaráttu launafólks og alþýðu og endurvekja samtakamáttinn. Í kreppunni er þörfin fyrir slíkt afl æpandi. Verkefnið er ennfremur að halda á loft framtíðarsýninni um þjóðfélagsbyltingu, samfélagslega eign á atvinnutækjum og róttækt lýðræði. Kröftug hugmyndabarátta er forsenda þess að byltingarhreyfing okkar verði lífvænleg. Það er eitt af því sem reynsla sósíalismans hefur kennt.
6. Kratar berjast ekki gegn kapítalismanum, aðeins gegn stjórnleysi hans og sjálfseyðingarhvöt, og dreymir um taminn kapítalisma. Græn gildi í viðbót breyta ekki þessum meginforsendum kratismans.
7. Kratar töldu sig hafa fundið meðul gegn kreppum með virku ríkisvaldi, styrkingu kaupmáttar og eftirspurnar, Keynesisma. Nú, í mestu kreppu eftir stríð, birtist ráðaleysi kratismans hvarvetna og ekki sést tangur né tetur af Keynes.
8. Íslenskir kratar skilgreina kreppuna hérlendis sem mannleg mistök, sem séríslenskt íhaldsklúður. Þeir gera allt til að hreinsa kapítalismann af sök á kreppunni. Svar þeirra sjálfra er endurreisn íslenska auðvaldsins undir vinstri stjórn, þ.e.a.s. þjónkun við íslenskt einokunarauðvald með tungutaki félagshyggju.
9. VG er enginn valkostur fyrir byltingarsinna. Flokkurinn stendur í vegi þess að íslensk alþýða berjist gegn kreppunni með vopnum samtakanna bæði í baráttunni við innlent auðvald og áþján og fjárkúgun erlendra heimsvaldasinna og er þannig hluti af valdakerfi auðsins. Vinstri armur flokksins styður vissulega hagsmunamál alþýðu í hinni daglegu baráttu. Hugmyndabaráttu um þjóðfélagskerfið er hins vegar skipulega haldið niðri og barátta fyrir sósíalisma engin í flokknum.
10. Gangan er löng og ekki hægt að stytta sér leið. Ögmundur inn eða Ögmundur út: Hrókeringar í ríkisstjórn breyta engu. Verkefni byltingarsinna er að byggja mótaflið í samfélaginu. Til þess tökum við þátt í daglegri stéttarlegri baráttu alþýðu fyrir hagsmunum sínum og stundum hins vegar hugmyndabaráttu um langtímamarkmið okkar. Vinnandi, talandi, skrifandi. Fleygjum þröngum sjónglerjum íslenskrar stjórnmálabaráttu! Setjum sósíalíska byltingu á dagskrá!Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.3.2010 | 17:41 | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þa spyrjum við:
Þessi bylting ykkar - verður hun friðsöm eða vopnuð?
Anarkisti (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 16:52
Við getum ekki vitað það.
(Skrifar V.V.)
Rauður vettvangur, 13.3.2010 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.