Árið er að líða en stóratburðirnir eru ekki liðnir og ekki of seint að hafa veruleg áhrif á framtíðarkjör hinna vinnandi stétta hér við land. Lokaatkvæðagreiðsla Alþingis um Icesave er á dagskrá 30. desember og er boðað til mótmæla á Austuvelli klukkan 10. Verði frumvarpið samþykkt er boðað til mótmæla á gamlársdag við Bessastaði klukkan 11.
Rauður vettvangur styður þessi mótmæli af heilum hug og skorar á þingmenn sem vilja telja sig vinstrisinnaða að hafna samfélagsábyrgð á fjárhættuskuldum íslenska auðvaldsins. Framtíðin mun hinsvegar ekki ráðast á þingstólum heldur á götunni. Almenningur á Íslandi sýndi í byrjun þessa árs að hann getur tekið völdin í sínar hendur og stýrt framvindu mála. Beinar aðgerðir almennings eru eina ógnin við alræði auðvaldsins, sem stýrir samfélaginu jafnt með ríkisstjórnum undir stjórn Samfylkingar sem Sjálfstæðisflokks. Það velltur því á okkur hvernig fer, engu síður en þingmönnum og forseta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.12.2009 | 01:43 (breytt kl. 01:54) | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þingfundur hefst á morgun kl. 10:30. Ekkert að því að mæta hálftíma fyrr samt
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.12.2009 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.