1. Endurheimt fullveldisins
Ísland standi utan ESB og leitist við að að semja um viðskipti á forsendum þjóðarinnar við þær þjóðir sem vilja skipta við okkur á grunni gagnkvæmrar sanngirni.
Ísland hafni láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim afarkostum og þvingunaraðgerðum sem því fylgir.
Ísland segi sig úr NATO og vinni að friði á alþjóðavettvangi eftir megni.
Icesave-ríkisábyrgðinni verði hafnað og leitast við að semja við erlenda kröfuhafa á íslenska aðila um sanngjarnt uppgjör sem miða við það hvað þjóðin er örugg um að geta staðið við án þess að innviðum samfélagsins og yfirráðum yfir auðlindum hennar sé ógnað.
2. Sameign þjóðarinnar á öllum náttúruauðlindum verði tryggð til framtíðar.
3. Auðvaldið borgi fyrir sína kreppu.
Horfið verði frá þeirri stefnu sem allar ríkisstjórnir hafa fylgt til þessa að einkavæða gróðann í samfélaginu en ríkisvæða tapið.
Í stað skrípaleiks sérstaks ríkissaksóknara verði náð í þær eignir sem hægt er frá þeim sem, vitandi vits, rændu íslenska banka og ollu með því hruni í íslensku efnahagslífi árið 2008. Komið verði í veg fyrir að slíkar aðstæður geti komið upp aftur og þeim verði refsað sem ástæða er til. Hins vegar verði komið í veg fyrir upptöku á fasteignum almennings og fundin sanngjörn leið til að bæta almenningi að nokkru það tjón sem efnahagshrunið hefur valdið. Þurfi að setja afturvirk lög til að þetta nái fram að ganga, verði það gert.
4. Félagsvæðing grunnstoða samfélagsins
Með félagsvæðingu er ekki aðeins átt við ríkisrekstur eða annað félagslegt eignarhald heldur verði markmið rekstrarins annað og víðtækara en bókhaldslegur hagnaður. Hagur almennings og samfélagsins í heild af starfseminni verði í öndvegi og viðkomandi starfsemi lúti lýðræðislegum ákvörðunum og stefnumörkun. Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi.
Með grunnstoðum er átt við:
Heilbrigðiskerfið
Lífeyriskerfið
Tryggingakerfið
Félagsþjónusta
Menntakerfið
Fjármálakerfið
Fjarskiptakerfið
Samgöngukerfið
Auðlindastjórnun
5. Efling lýðræðis.
Auknir verði möguleikar almennings til að hafa pólitísk og efnahagsleg áhrif, gegnum almannasamtök, stjórnmálaflokka og á vinnustað. Aukið gegnsæi verði í stjórnsýslunni og leynd aflétt af öllu sem ekki varðar þjóðaröryggi.
Atkvæðisréttur verði jafnaður með því að landið verði gert að einu kjördæmi og þingsætum úthlutað eftir atkvæðahlutfalli. Hvert framboð getur ákveðið hvað það stillir upp löngum lista frambjóðanda.
20% atkvæðisbærra landsmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál með undirskrift sinni. Eins geti þriðjungur þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Virt skal sú regla að vilji þjóðarinnar vegi þyngra en vilji þingsins.
Efnt skal til stjórnlagaþings til að semja uppkast að nýrri stjórnarskrá sem tryggi lýðræðisleg réttindi almennings betur en nú er gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.9.2009 | 01:29 | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.