Stofnun Alþýðufylkingarinnar

Síðastliðinn laugardag var Alþýðufylkingin stofnuð. Framhaldsstofnfundur verður í febrúar og þeir sem skrá sig fyrir hann teljast vera stofnfélagar.

Alþýðufylkingin er að safna liði með það fyrir augum að geta boðið fram til Alþingis. Næg eru verkefnin og er áhugasamt fólk hér með hvatt til að hafa samband: althydufylkingin@gmail.com og láta vita ef það vill vera með.

Fréttatilkynning
12. janúar 2013 voru stofnuð ný stjórnamálasamtök í Reykjavík undirnafninu Alþýðufylkingin. Alþýðufylkingin ætlar sér fulla þátttöku í íslenskum stjórnmálum á landsvísu og hvetur alþýðufólk til virkrar þátttöku. Á fundinum var samþykkt stofnsamþykkt og ályktun. Þá voru samþykkt lög samtakanna og drög að stefnuskrá sem lögð verður fyrir framhaldsstofnfund í febrúar. [...] Áfundinum var kjörin þriggja manna bráðabirgðastjórn en á framhaldsstofnfundi verður kosin forysta í samræmi við lög samtakanna. Opnuð hefur verið bráðabirgðasíða á netinu http://althydufylkingin.blogspot.com/ og hægt er að hafa samband við samtökin gegnum netfangið althydufylkingin@gmail.com. Í bráðabirgðastjórn Alþýðufylkingarinnar voru kjörnir Þorvaldur Þorvaldsson, Vésteinn Valgarðsson og Einar Andrésson.
F.h. bráðabirgðastjórnar Alþýðufylkingarinnar
Þorvaldur Þorvaldsson
Sími 8959564
Stofnyfirlýsing
Ályktun stofnfundar
Drög að stefnuskrá
Lög Alþýðufylkingarinnar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband