Ályktun Rauðs vettvangs um Líbíu 24. mars 2011

Ályktun Rauðs vettvangs um Líbíu 24. mars 2011

 

Rauður vettvangur fordæmir stríðsaðgerðir nokkurra stórvelda gegn Líbýu og krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir því að þeim linni. Ályktun Öryggisráðs SÞ um svokallað flugbann er í raun stríðsyfirlýsing, sem nokkur stórveldi telja sig geta notað til að auka ítök sín í Líbýu og olíuauði landsins. Heimsvaldastefnan á sér engar hugsjónir, aðeins hagsmuni, og afskipti hennar eru aldrei til góðs fyrir alþýðuna.

 

Það sýnir skinhelgi árásanna að samtímis berjast sömu öfl gegn lýðræði og mannréttindum í Írak, Afganistan, Palestínu, Barein og víðar.

 

Heimurinn horfir upp á röð af dæmum um hernaðarinnrásir stórveldanna í fullvalda ríki. Öll þessi tilvik hafa leitt af sér samfélagshrun, örkuml og dauða fjölda fólks og langvarandi eymd á öllum sviðum. Heimsbyggðin verður að rísa upp gegn þessari stefnu og alþýðan í hverju landi að fá að ráða sínum málum sjálf.

 

Rauður vettvangur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband