Þau tvö ár sem liðin eru frá hruni íslenska bankakerfisins hefur fjármálaauðvaldið notað til að koma undan eign auði og velta afleiðingum kreppunnar yfir á almenning.
Það er gert með launalækkunum, verðhækkunum, innheimtu stökkbreyttra húsnæðislána og loks með því að knýja þúsundir alþýðufjölskyldna í gjaldþrot. Og síðast en ekki síst með því að velta hundruðum milljarða af skuldum einkafyrirtækja yfir á ríkissjóð og meðfylgjandi skattpíningu á alþýðunni.
Gerræðisleg einkavæðing á undanförnum árum átti drjúgan þátt í að dýpka kreppuna en samt er haldið áfram að einkavæða og auka skuldsetningu samfélagsins.
Kreppan er skilgetið afkvæmi auðvaldsskipulagsins og því getur leiðin út úr henni aðeins legið gegnum félagsvæðingu efnahagskerfisins og aukinn jöfnuð frá grunni.
Til þess þarf öflugt rautt stjórnmálaafl sem hefur enga aðra hagsmuni en hagsmuni alþýðunnar og getur leit baráttuna gegn auðvaldinu og kreppu þess.
Látum auðvaldið borga kreppuna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.10.2010 | 12:46 | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.