Ályktun útifundar Rauðs vettvangs á Lækjartorgi 16. júlí 2010
Nú þegar ár er liðið frá því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu var knúin gegnum Alþingi með hrossakaupum og heildsölu á atkvæðum þingmanna, er augljóst að ferlið er í mikilli kreppu.
Þjóðin er að stórum hluta afhuga aðild að ESB og ráðamenn í Brussel eru tvístígandi en þrýsta á íslensk stjórnvöld að berja þjóðina til hlýðni. Auðvaldið í ríkustu löndum ESB sér Ísland sem útrásartækifæri fyrir sig. Það vill innlima landið til að fá aðgang að norðurskautinu og jafnframt að markaðsvæða hér allt sem ennþá er félagslegt, hafa af okkur lífsbjörgina og gera okkur að hjáleigubændum til frambúðar.
Utanríkisráðherra hélt því fram nýverið að ef Ísland hefði gengið í ESB fyrir nokkrum árum væri hér engin kreppa. Þetta er augljóst lýðskrum og þvættingur sem best sést á því að kreppan fer nú sem eldur í sinu um flest aðildarlönd ESB sem eiga það sameiginlegt að hafa drukknað í skuldum í kjölfar aðildar að ESB og glatað innviðum samfélagsins í hendur braskara.
Það er því vonlegt að íslenska þjóðin geri sér æ betur grein fyrir þeim hættum sem aðild að ESB felur í sér. En ráðamenn í Reykjavík og Brussel taka ekki NEI sem gilt svar og vinna því hörðum höndum að aðlögunarferli sem ætlað er að þvinga þjóðina til aðildar. Þar eru meðölin ekki öll vönduð, eins og nýlega var upplýst um aðild iðnaðarráðuneytisins að Magma-málinu.
Íslenska þjóðin hefur því þörf fyrir ítrustu árvekni, samstöðu og baráttuþrek til að koma í veg fyrir að hún verði þvinguð til þrældóms fyrir evrópska auðvaldið til langrar framtíðar. Rísum upp og höfnum ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.7.2010 | 13:13 | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.