(Fréttatilkynning sem nýlega var send út)
Rauðar sumarbúðir í Skorradal 26. - 29. júlí 2010
Dagana 26. - 29. júlí n.k stendur Rauður vettvangur fyrir Rauðum sumarbúðum í Skorradal. Þar mun fara saman pólitískar umræður, listasmiðjur, ýmiss konar frístundaiðja og almenn huggulegheit fyrir alla fjölskylduna og fólk á öllum aldri.
Meðal umræðuefna á skipulagðri dagskrá eru baráttan gegn aðild að Evrópusambandinu, uppgjör við nýfrjálshyggjuna, málefni flóttamanna á Íslandi og fleira. Leshringur verður skipulagður um pólitíska hagfræði fyrir þá sem hafa áhuga. Á kvöldin verður sungið og sýndar kvikmyndir með fleiru. Svo verður alltaf svigrúm til að hnika til dagskránni eftir áhuga þátttakenda. Einnig er nægur tími til að sinna eigin hugðarefnum.
Sérstaklega verður hugað að börnum á öllum aldri. Foreldrar skiptast á að gæta yngstu barnanna og ýmiss konar dagskrá verður fyrir þau eldri með list og leikjum. Gert er ráð fyrir gönguferð um nágrennið með öllum sem áhuga hafa.
Þátttakendum verður skipt í hópa sem sjá um praktíska vinnu við mat og þrif. Kostnaði verður stillt í hóf þannig að allir sem áhuga hafa geti tekið þátt og notið sumarfrísins á þennan einstaka og skapandi hátt. Allir sem spila á hljóðfæri sem hægt er að taka með eru hvattir til að gera það.
Sumarbúðirnar verða haldnar í Skátaskála sunnan við Skorradalsvatnið. Þar er ágæt aðstaða fyrir sumarbúðirnar og svefnaðstaða fyrir takmarkaðan fjölda innanhúss, en nóg pláss er fyrir tjöld. Ef veður verður mjög slæmt geta þó tjaldbúar flúið í hús og gist í sal skálans. Matur er innifalinn í þátttökugjaldi sumarbúðanna.
Þeir sem vilja skrá sig eða fá nánari upplýsingar geta haft samband við Þorvald Þorvaldsson í síma 8959564 eða vivaldi@simnet.is eða skrifað skilaboð inn á raudurvettvangur@gmail.com. Fólk er hvatt til að skrá sig snemma, helst fyrir lok júní til að ljóst verði hve þátttakan er mikil.
F.h. Rauðs vettvangs
Þorvaldur Þorvaldsson
Sími 8959564
Þátttökugjald er kr. 15.000 fyrir einstakling í tjaldi en kr. 1.000 á nótt í skála að auki. Námsmenn og atvinnulausir fá 20% afslátt en þeir sem eru 12-18 ára fá 50% afslátt. Frítt fyrir yngri. 50% afsláttur er fyrir alla umfram einn í fjöskyldu og hámarksgjald 30.000 fyrir fjölskyldu.
Rauðar sumarbúðir í Skorradal 26. - 29. júlí 2010
Dagana 26. - 29. júlí n.k stendur Rauður vettvangur fyrir Rauðum sumarbúðum í Skorradal. Þar mun fara saman pólitískar umræður, listasmiðjur, ýmiss konar frístundaiðja og almenn huggulegheit fyrir alla fjölskylduna og fólk á öllum aldri.
Meðal umræðuefna á skipulagðri dagskrá eru baráttan gegn aðild að Evrópusambandinu, uppgjör við nýfrjálshyggjuna, málefni flóttamanna á Íslandi og fleira. Leshringur verður skipulagður um pólitíska hagfræði fyrir þá sem hafa áhuga. Á kvöldin verður sungið og sýndar kvikmyndir með fleiru. Svo verður alltaf svigrúm til að hnika til dagskránni eftir áhuga þátttakenda. Einnig er nægur tími til að sinna eigin hugðarefnum.
Sérstaklega verður hugað að börnum á öllum aldri. Foreldrar skiptast á að gæta yngstu barnanna og ýmiss konar dagskrá verður fyrir þau eldri með list og leikjum. Gert er ráð fyrir gönguferð um nágrennið með öllum sem áhuga hafa.
Þátttakendum verður skipt í hópa sem sjá um praktíska vinnu við mat og þrif. Kostnaði verður stillt í hóf þannig að allir sem áhuga hafa geti tekið þátt og notið sumarfrísins á þennan einstaka og skapandi hátt. Allir sem spila á hljóðfæri sem hægt er að taka með eru hvattir til að gera það.
Sumarbúðirnar verða haldnar í Skátaskála sunnan við Skorradalsvatnið. Þar er ágæt aðstaða fyrir sumarbúðirnar og svefnaðstaða fyrir takmarkaðan fjölda innanhúss, en nóg pláss er fyrir tjöld. Ef veður verður mjög slæmt geta þó tjaldbúar flúið í hús og gist í sal skálans. Matur er innifalinn í þátttökugjaldi sumarbúðanna.
Þeir sem vilja skrá sig eða fá nánari upplýsingar geta haft samband við Þorvald Þorvaldsson í síma 8959564 eða vivaldi@simnet.is eða skrifað skilaboð inn á raudurvettvangur@gmail.com. Fólk er hvatt til að skrá sig snemma, helst fyrir lok júní til að ljóst verði hve þátttakan er mikil.
F.h. Rauðs vettvangs
Þorvaldur Þorvaldsson
Sími 8959564
Þátttökugjald er kr. 15.000 fyrir einstakling í tjaldi en kr. 1.000 á nótt í skála að auki. Námsmenn og atvinnulausir fá 20% afslátt en þeir sem eru 12-18 ára fá 50% afslátt. Frítt fyrir yngri. 50% afsláttur er fyrir alla umfram einn í fjöskyldu og hámarksgjald 30.000 fyrir fjölskyldu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.6.2010 | 23:52 | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.