Þessa ræðu flutti Vésteinn Valgarðsson á Austurvelli í dag, 13. mars, sem fulltrúi Rauðs vettvangs á Alþingi götunnar.
Gott fólk.
Ég hef starfað á geðdeild undanfarin níu ár. Á meðan íslenska hagkerfið óx hraðast og féll hraðast, gekk lífið sinn vanagang á deild 14 á Kleppi. Þangað kom aldrei neitt góðæri, heldur var deildin rekin með sparsemi og ráðdeild og lágum launum.
Lífið gekk sinn vanagang, þangað til nú í desember. Þá fengum við þær fréttir að það ætti að loka. Allir fengu uppsagnarbréf í janúar, sagt upp frá og með fyrsta maí nk. Ég trúi því mátulega, sem okkur er sagt, að ástæðurnar séu hugmyndafræðilegar. Ég hygg hins vegar að þarna láti hinn fjársvelti Landspítali undan kröfum um að spara mikið og fljótt.
Krafan um sparnað kemur vitanlega að ofan, frá norrænu velferðarstjórninni okkar, sem fer að vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hefur einhver heyrt um land sem hefur byggt upp norrænt velferðarkerfi undir leiðsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Nei vegna þess að það land er ekki til. Erindi sjóðsins er ekki að hjálpa okkur að byggja upp velferð, heldur að hjálpa kröfuhöfum að innheimta skuldir. Hollráðin sem frá honum koma ganga út á að einkavæða ríkiseignir, draga út útgjöldum ríkisins og loks að greiða fyrir erlendri fjárfestingu. Með öðrum orðum, að innviðir samfélagsins verði settir á uppboð fyrir fjárfesta. Að spyrja hvernig við mundum spjara okkur án Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er álíka gáfulegt og að spyrja hvernig fíkill mundi spjara sig án handrukkara.
Hér er ein vísa eftir sjálfan mig:
IceSave bæði og ESB
undan þeim stynur þjóðin.
Eg vil negla upp á tré
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Við megum aldrei gleyma að við búum í stéttskiptu þjóðfélagi og þessu landi er stjórnað af valdastétt sem er ekki kosin heldur ræður í krafti eignarhalds og yfirráða yfir fjármagni.
Þessi valdastétt heitir fjármálaauðvald. Það skipulagði fjármálakerfi landsins eftir sínum hagsmunum og tryggði þannig eigin völd nógu vel til að halda velli þrátt fyrir hrun og þótt við þykjumst hafa gert byltingu. Fjármálaauðvaldið er alþjóðlegt í eðli sínu: Bankajöfrar á Íslandi og í t.d. Bretlandi eða Hollandi eiga meira sameiginlegt hverjir með öðrum heldur en vinnandi fólki í þessum löndum. Við, vinnandi fólk, höfum verið féflett af sameiginlegum óvini, fjármálaauðvaldinu, og erum náttúrlegir bandamenn.
Fjármálaauðvaldið fær sitt áður en heimilin fá skuldaleiðréttingar, kröfur þess ganga fyrir velferðarkerfinu og eru meira að segja verðtryggðar! Þarf frekari vitnanna við, um það hver ræður í þessu landi? Follow the Money!
Ríkisstjórnin sem er við völd er gott dæmi um það að sérhver ríkisstjórn er framkvæmdanefnd ríkjandi stéttar. Ríkjandi stétt bindur ekki bara hendur ríkisstjórnarinnar, heldur setur henni beinlínis fyrir verkefni.
Ég er í sjálfu sér á móti öllum borgaralegum ríkisstjórnum, en þær eru samt ekki allar eins. Ef við fellum hina gölluðu núverandi ríkisstjórn í dag, þá munum við í staðinn fá aðra ríkisstjórn, enn verri. Þá væri verr af stað farið en heima setið. Ef það á að taka til í alvöru í þjóðfélaginu þarf að verða til pólitískt afl sem er fært um það.
Ríkisstjórnin dugar ekki gegn auðvaldinu vegna þess að hún er sköpuð til að þjóna því. Allt kerfið er hannað í þágu valdastéttarinnar og það er varla á valdi einnar stjórnar að sporna gegn því en ég sé ekki heldur að hún reyni. Það er nefnilega ekki sögulegt hlutskipti krata að setja skorður á auðvaldið, heldur á alþýðuna.
Baráttan núna þarf að beinast gegn hinni hægrisinnuðu kreppupólitík sem auðvaldið rekur í gegn um ríkisstjórnina og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ef við viljum setja baráttunni markmið, eða skilgreina skotmörk, þá er af nógu að taka: Baráttan gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gegn verðtryggingunni, fyrir skuldaleiðréttingum, fyrir velferðarkerfinu og fyrir félagslegu eignarhaldi á auðlindunum, svo ég nefni fáein dæmi.
Pólitískt afl, sem er fært um að bylta þjóðfélaginu og koma raunverulegum völdum í hendur almennings, verður ekki til af sjálfu sér. Það þarf skipulagða og markvissa baráttu til. Hagsmunir skuldaöreiga og okurlánaauðvalds eru ósamrýmanlegir. Annað hvort verður að víkja. Það stendur því upp á okkur sjálf, grasrótina og almenning, að berjast gegn auðvaldinu á öllum sviðum. Ávöxturinn verður ríkulegur ef við höfum betur, enda getur enginn mótað samfélagið okkar betur en við sjálf.
Takk fyrir.
Gott fólk.
Ég hef starfað á geðdeild undanfarin níu ár. Á meðan íslenska hagkerfið óx hraðast og féll hraðast, gekk lífið sinn vanagang á deild 14 á Kleppi. Þangað kom aldrei neitt góðæri, heldur var deildin rekin með sparsemi og ráðdeild og lágum launum.
Lífið gekk sinn vanagang, þangað til nú í desember. Þá fengum við þær fréttir að það ætti að loka. Allir fengu uppsagnarbréf í janúar, sagt upp frá og með fyrsta maí nk. Ég trúi því mátulega, sem okkur er sagt, að ástæðurnar séu hugmyndafræðilegar. Ég hygg hins vegar að þarna láti hinn fjársvelti Landspítali undan kröfum um að spara mikið og fljótt.
Krafan um sparnað kemur vitanlega að ofan, frá norrænu velferðarstjórninni okkar, sem fer að vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hefur einhver heyrt um land sem hefur byggt upp norrænt velferðarkerfi undir leiðsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Nei vegna þess að það land er ekki til. Erindi sjóðsins er ekki að hjálpa okkur að byggja upp velferð, heldur að hjálpa kröfuhöfum að innheimta skuldir. Hollráðin sem frá honum koma ganga út á að einkavæða ríkiseignir, draga út útgjöldum ríkisins og loks að greiða fyrir erlendri fjárfestingu. Með öðrum orðum, að innviðir samfélagsins verði settir á uppboð fyrir fjárfesta. Að spyrja hvernig við mundum spjara okkur án Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er álíka gáfulegt og að spyrja hvernig fíkill mundi spjara sig án handrukkara.
Hér er ein vísa eftir sjálfan mig:
IceSave bæði og ESB
undan þeim stynur þjóðin.
Eg vil negla upp á tré
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Við megum aldrei gleyma að við búum í stéttskiptu þjóðfélagi og þessu landi er stjórnað af valdastétt sem er ekki kosin heldur ræður í krafti eignarhalds og yfirráða yfir fjármagni.
Þessi valdastétt heitir fjármálaauðvald. Það skipulagði fjármálakerfi landsins eftir sínum hagsmunum og tryggði þannig eigin völd nógu vel til að halda velli þrátt fyrir hrun og þótt við þykjumst hafa gert byltingu. Fjármálaauðvaldið er alþjóðlegt í eðli sínu: Bankajöfrar á Íslandi og í t.d. Bretlandi eða Hollandi eiga meira sameiginlegt hverjir með öðrum heldur en vinnandi fólki í þessum löndum. Við, vinnandi fólk, höfum verið féflett af sameiginlegum óvini, fjármálaauðvaldinu, og erum náttúrlegir bandamenn.
Fjármálaauðvaldið fær sitt áður en heimilin fá skuldaleiðréttingar, kröfur þess ganga fyrir velferðarkerfinu og eru meira að segja verðtryggðar! Þarf frekari vitnanna við, um það hver ræður í þessu landi? Follow the Money!
Ríkisstjórnin sem er við völd er gott dæmi um það að sérhver ríkisstjórn er framkvæmdanefnd ríkjandi stéttar. Ríkjandi stétt bindur ekki bara hendur ríkisstjórnarinnar, heldur setur henni beinlínis fyrir verkefni.
Ég er í sjálfu sér á móti öllum borgaralegum ríkisstjórnum, en þær eru samt ekki allar eins. Ef við fellum hina gölluðu núverandi ríkisstjórn í dag, þá munum við í staðinn fá aðra ríkisstjórn, enn verri. Þá væri verr af stað farið en heima setið. Ef það á að taka til í alvöru í þjóðfélaginu þarf að verða til pólitískt afl sem er fært um það.
Ríkisstjórnin dugar ekki gegn auðvaldinu vegna þess að hún er sköpuð til að þjóna því. Allt kerfið er hannað í þágu valdastéttarinnar og það er varla á valdi einnar stjórnar að sporna gegn því en ég sé ekki heldur að hún reyni. Það er nefnilega ekki sögulegt hlutskipti krata að setja skorður á auðvaldið, heldur á alþýðuna.
Baráttan núna þarf að beinast gegn hinni hægrisinnuðu kreppupólitík sem auðvaldið rekur í gegn um ríkisstjórnina og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ef við viljum setja baráttunni markmið, eða skilgreina skotmörk, þá er af nógu að taka: Baráttan gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gegn verðtryggingunni, fyrir skuldaleiðréttingum, fyrir velferðarkerfinu og fyrir félagslegu eignarhaldi á auðlindunum, svo ég nefni fáein dæmi.
Pólitískt afl, sem er fært um að bylta þjóðfélaginu og koma raunverulegum völdum í hendur almennings, verður ekki til af sjálfu sér. Það þarf skipulagða og markvissa baráttu til. Hagsmunir skuldaöreiga og okurlánaauðvalds eru ósamrýmanlegir. Annað hvort verður að víkja. Það stendur því upp á okkur sjálf, grasrótina og almenning, að berjast gegn auðvaldinu á öllum sviðum. Ávöxturinn verður ríkulegur ef við höfum betur, enda getur enginn mótað samfélagið okkar betur en við sjálf.
Takk fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.3.2010 | 17:25 | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.