Leshringur um fjármálavæðingu

Leshringur Rauðs vettvangs fer í gang næsta fimmtudag. Ef þið viljið taka þátt, látið okkur vita: raudurvettvangur@gmail.com - og við sendum ykkur fundarboð um hæl.

Aðaltextinn sem lesinn verður er bæklingur Þórarins Hjartarsonar, "Fjármálavæðingin" -- sem hægt er að nálgast á prenti hjá Rauðum vettvangi og á Þjóðarbókhlöðunni, en hann er einnig til á netinu.

Sem supplement með pésa Þórarins lesum við erindi Þorvaldar Þorvaldssonar, "Félagsvæðing fjármálastarfseminnar", sem hefur m.a. birst á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar
 
Vegna þess að margir eru ekki vanir leshrings-forminu, er rétt að láta það koma fram að leshringur er ekki fyrirlestur og hann er heldur ekki kennslustund. Þegar maður kemur í leshring er maður búinn að lesa textann og hann er ræddur í hópnum í leshringnum. Einn tekur að sér að leiða umræðuna, eða laða hana fram. Hópurinn þarf að vera hæfilega stór til þess að umræðan verði frjó og allir komist að. Þess vegna viljum við ekki hafa hópinn minni en 5 manns og ekki stærri en 10.

Bloggfærslur 3. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband