Ályktun Rauðs vettvangs: 80 ár frá stofnun Kommúnistaflokks Íslands

80 ár frá stofnun Kommúnistaflokks Íslands
 
Þann 29. nóvember eru 80 ár liðin frá stofnun Kommúnistaflokkur Íslands. Hann barðist ötullega fyrir hagsmunum alþýðunnar í lengd og bráð og hafði nýtt, sósíalískt samfélag að leiðarljósi, ásamt byltingarsinnaðri baráttu gegn auðvaldsskipulaginu. Hjá þeim flokkum sem fylgt hafa í kjölfarið hafa þessi grundvallaratriði máðst og að lokum horfið. Í dag stendur samfélagið aftur frammi fyrir kreppu auðvaldsins og framfarir skila sér ekki til almennings í bættum lífskjörum. Nú sem fyrr eru kratar notaðir til að sundra alþýðunni og bægja henni frá baráttu gegn auðvaldinu, en andspyrnuna vantar byltingarsinnaða forystu. Hugsjónir Kommúnistaflokksins um nýtt, sósíalískt samfélag eru jafn gildar í dag og þær voru fyrir 80 árum, og nauðsyn þeirra hefur aldrei verið ljósari. Saga Kommúnistaflokksins sýnir að byltingarsinnar þurfa að hafa sitt eigið skipulag til þess að sameina verkalýðsstéttina og alþýðuna í baráttu fyrir nýju samfélagi.
 
Rauður vettvangur
29. nóvember 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband